- Advertisement -

Airbnb gleypir allar nýjar íbúðir

Dagi B. Eggertssyni borgarstjóra er gert að svara spurningu Framsóknarflokks og flugvallavina um airbnb-íbúðir. Óskað er eftir skriflegu svari frá borgarstjóra; „…hvort og þá hvernig meirihlutinn ætli að bregðast við því að fleiri íbúðir eru leigðar á Airbnb, skv. nýrri skýrslu Íslandsbanka um ferðaþjónustuna, en sem nemur fullgerðum íbúðum. Samkvæmt skýrslunni voru 800 íbúðir í útleigu á Airbnb á árinu 2016 en fullgerðar íbúðir voru aðeins 399.“

Samkvæmt þessu er ljóst að airbnb-íbúðir eru tvöfalt fleiri en nemur nýjum íbúðum árið 2016.

Nú er að bíða svars borgarstjóra. Getur borgin gert eitthvað og á borgin að gera eitthvað vegna þessa.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: