„Ég er alfarið á móti þeim og Flokkur fólksins er að vinna þingsályktunartillögu vegna þess. Hitt er svo annað að mögulegar okkar til breytinga eru takmarkaðir, en við reynum engu að síður,“ sagði Ásthildur Lóa Þórsdóttir Flokki fólksins.
„Vilhjálmur Birgisson segir því undarlegt að sjá háar krónutöluhækkanir á launum ráðamanna þrátt fyrir að hækkunin sé ekki mikil í prósentum talið. Ráðamenn hafi gagnrýnt verkalýðsforystuna fyrir þá kjarasamninga sem voru gerðir í vetur og sagt þá óábyrga og stuðla að hækkandi verðbólgu.“
Ég tek algjörlega undir með Vilhjálmi og öðrum sem hafa gagnrýnt þessar hækkanir ráðamanna.
Þetta er algjör hræsni, ekki síst í þessu árferði, og engan veginn í takt við kröfur ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans um „ábyrgð verklýðshreyfingarinnar“.
Hér er á landi eru hópar fólks sem búa við sára fátækt og svona sjálfvirkar hækkanir ættu frekar að vera á bótum almannatrygginga en á launum æðstu ráða- eða embættismanna.
Hins vegar hljóta þessar hækkanir að vera vatn á myllu verkalýðsforustunar sem hlýtur að líta til þeirra í kjaraviðræðum haustsins og útbúa kröfur í samræmi við þær,
Svo er bara að sjá hvernig því verður tekið þegar „almúginn“ vill fá að lifa af laununum sínum. Ætli þær hækkanir verði jafn sjálfsagðar og þessar? Einhvern veginn efast ég um það.“