Sigurjón M. Egilsson:
BSRB á nú í harðri baráttu við sveitarfélögin. Þar er ekki farið fram á neitt í áttina að því sem fólkið á fyrsta farrými fær. Og það án átaka.
Ef ríkisstjórn Ísland væri ekki búin að missa öll tök á stjórn efnahagsmála myndum eflaust kyngja stórbrotinni launahækkun „æðstu“ embættismanna ríkisins. Þar sem svo er alls, alls ekki er ekki hægt að láta sem ekkert sé. Helstu leikendur efnahagsvanda Íslands fagna stórkostlegum launahækkunum.
Enn og aftur hækka laun þeirra langt umfram öll önnur laun. Hér hefur þurft að berjast, meðal annars með verkföllum, til að lyfta full starfandi fólki upp úr sárri fátækt. Enn eru mörg okkar langt undir hungurmörkum. Helst eru það öryrkjar og eldra fólk. Þetta er til háborinnar skammar.
Meðan hinir „háu“ embættismenn geta ekki rétt hag þeirra sem allra verst standa er ekki nokkur einasta, einasta leið að sættast á stórkarlalegar launahækkanir þess fólks sem alla ábyrgð ber á þeirri ömurlega misskiptingu sem hér er.
Við verðum að stappa niður fæti. Láta í okkur heyrast. Aukin misskipting hefur aldrei átt rétt á sér. Alls ekki núna. Ríkisstjórn Íslands, með efnahagsráðherrann í fararbroddi, ræður engan veginn við ástandið. Hér er vextir þeir mestu í okkar heimshluta og er að segja um verðbólguna.
Gerendur þess vanda sem þjóðin glímir við geta ekki og mega ekki vera verðlaunaðir með stórbrotinni launahækkun. Og vara við launahækkunum annarra. BSRB á nú í harðri baráttu við sveitarfélögin. Þar er ekki farið fram á neitt í áttina að því sem fólkið á fyrsta farrými fær. Og það án átaka.