Einar S. Hálfdánarson sendir Bjarna Benediktssyni súra sendingu í Mogga dagsins. Einar er hægri maður. Hann er faðir Diljár Mist Einarsdóttur þingkonu Sjálfstæðisflokksins. Þó skipti kannski ekki máli hér. Einar er ósáttur í meira lagi. Í Mogga dagsins er grein eftir Einar. Einn kafli hennar er sérstakur. Einar er greinilega ósáttur við þátt Sjálfstæðisflokksins í stjórnarsamstarfinu:
„Núverandi vinstri stjórnin á Íslandi tekur við 3% fjölgun og ætlar að reisa gámabúðir til að hýsa fólk. Engar áætlanir eru gerðar til að bregðast við. Heilbrigðiskerfið tekur bara á sig álagið sem þessu fylgir og sama gildir um annað. Og Kristrún boðar enn hærri skatta ofan á skattaheimsmetið þegar hún tekur við. Árangurinn mun ekki láta á sér standa; skattgreiðendur fara af landinu og skattneytendur koma. Hún þarf að skoða reynslu annarra þjóða og reyndar líka okkar á árinu 2009,“ skrifaði Einar S. Hálfdánarson.
Það er og. Víða er sótt að Bjarna þessa dagana. Þær raddir gerast æ háværari að hann muni leika lykilhlutverk í komandi ráðherra kapli. Þá þannig að það verði hann sem víkur úr ríkisstjórninni.
Einar hnýtir einnig í Kristrúnu Frostadóttur. Hann reiknar með fólksflótta komist hún til valda.