Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fornmaður VG, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um hækkun gjalda á umferð. Og það umtalsverða, einsog sjá má hér.
Hálfur þingflokkur VG skrifar upp á frumvarpið, og helmingur ekki. Athygli vekur hvaða þingmenn það eru sem ekki fylgja fyrrum foringja flokksins.
Þar ber fyrst að nefna formann flokksins, Katrínu Jakobsdóttur, þá þingflokksformanninn Svandísi Svavarsdóttur og eins eru Bjarky Olsen Gunnarsdóttir, samþingmaður Steingríms í Norðausturkjördæmi, ekki með á frumvarpinu, líkt og Rósa Björk Brynjólfsdóttur, oddviti flokksins í Suðvesurkjördæmi sem og Andrés Ingi Jónsson þingmaður í Reykjavík.