- Advertisement -

Lífslíkur láglaunakvenna fara minnkandi

„Sósíalistar vilja að tryggt sé að allir íbúar Reykjavíkur hafi aðgang að grænum og náttúrulegum svæðum, bæði nú og í framtíðinni. Náttúran er eitt af fáu sem við nútímamanneskjur getum notið án þess að þurfa að borga aðgangseyri. Hún stuðlar að bættri heilsu og vellíðan þeirra sem fá hennar notið í ríkum mæli. Í ljósi þess að lífslíkur láglaunafólks, og þá sérstaklega kvenna, hafa verið að lækka viðvarandi síðan árið 2014 er bráðnauðsynlegt að tryggja öllum almenningi góðan aðgang að slíkum svæðum og náttúru í höfuðborginni. Græni stígurinn og græni trefillinn eru ágæt samvinnuverkefni á vettvangi sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu sem ættu að stuðla að þessu.

Sósíalistar styðja að búið verði sem best um þau svæði og þau tryggð til framtíðar svo þau geti nýst sem flestum sem best, en einnig þarf að tryggja að græn svæði séu í göngufjarlægð í öllum hverfum borgarinnar, með sérstakri áherslu á þau þéttbýlustu,“ bókuðu borgarfulltrúar Sósíalistaflokksins á síðasta borgarstjórnarfundi.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: