Jón Auðunn Jónsson heflr hvað eftir annað haldið því fram, að ég stæði í vanskilum við Bæjarsjóð Ísafjarðar um gamalt útsvar, að upphæð 30 krónur. Þar sem bæjarstjórinn heflr haft stór orð um þessi vanskil mín í blaðinu Vesturlandi, endurtekið ósannindi sín um þetta á bæjarstjórnarfundi og síðan látið flokksblað sitt bera þetta enn á ný á borð fyrir lesendur sína í seinasta tölublaði, þá verð ég að gefa þessum ólæknandi, króníska ósannindamanni íhaldsins þá leiðbeiningu um þetta atriði, sem hverjum öðrum mundi duga til sáluhjálplegrar viðurkenningar sannleikans.
Það er þá fyrst, að ég veit ekki til, að ég hafi nokkurntíma borið hér 30 króna útsvar. Í öðru lagi hefir engin deila staðið milli mín og bæjargjaldkerans um greiðslu neinna 30 króna, í þriðja lagi hefi ég kvittanir gjaldkera fyrir því að vera algerlega skuldlaus við bæjarsjóð Ísafjarðar um seinustu áramót.
Að þessar staðhæfingar mínar séu sannar, sést best af eftirfarandi yflrlýsingu bæjargjaldkerans:
„Það vottast hér með, að Hannibal Valdimarsson var skuldlaus við bæjarsjóð Ísafjarðarkaupstaðar um síðustu áramót, ennfremur að milli mín og hans hefir aldrei verið ágreiningur út af neinu 30,00 króna útsvari. Útsvar Hannibals Valdimarssonar árið 1930 var kr. 115,00, en það ár kvaðst hann hafa greitt útsvar í Súðavíkurhreppi, er samkvæmt skeyti oddvita reyndist á misskilningi byggt. Útsvar þetta var af Hannibal Valdimarssyni greitt 31/12 1932.
Ísafirði 13/6 1934
Jón M. Pétursson.“
Fyrri hluti þessarar yfirlýsingar tekur af öll tvímæli um ásökun bæjarstjórans vegua „óskilvísi“ minnar við bæjarsjóð. Fullyrðingar hans um vanskil mín eru þannig svívirðilegur rógur og ósannindi frá rótum. Upphæðina býr hann til eftir eigin geðþótta eins og fleiri tölur í skýrslu sinni um fjárhag bæjarins. Vinnubrögðin eru þau sömu. Honum verður ekkert flökurt af slíku og þvílíku, þessum „fágæta, fróma sómamanni“ Jóni Auðuni Jónssyni bæjarstjóra.
Síðari hluti yfirlýsingarinnar þarfnast nokkurrar skýringar við.
Vesturland hefir nú 5. þ. m. gert að umtalsefni vanskil mín um útsvarsgreiðslu til Súðavíkurhrepps, og bæjarstjórinn áður dylgjað með það sama. Því til andsvara tek ég fram eftirfarandi, sem jafnframt því að hnekkja þeim ósannindum varpar ljósi yfir síðari hluta yfirlýsingarinnar:
Árið 1930 er lagt á mig 115 króna útsvar hér, þó ég væri þá, starfandi kennari í Súðavík. Árið eftir, 1931, ber ég 200 króna útsvar í Súðavíkurhreppi. Það greiddi ég með 100 kr. í júní mánuði sama ár, en svo átti ég 133,33 króna kennaralaun hjá Súðavíkurhreppi, er ég fór þaðan sumarið 1931. Af þessari inneign minni ætlaðist ég til, að eftirstöðvar útsvarsins væru greiddar, og tilkynnti ég oddvita það. Nú virðist, sem mér hafi verið fært útsvarið til skuldar, að sögn Vesturlands, en kennaralaunin ekki til tekna. En þrátt fyrir það veit ég mig eiga 30 krónur hjá Súðavíkurhreppi, þó vegagjaldið, sem ég hefir aldrei heyrt nefnt fyr, sé einnig greitt af inneign minni. Mun ég leggja fram skjallegar sannanir fyrir þessu síðar, ef rógberarnir Jón Auðunn og Arngrímur Bjarnason láta sér ekki nægja annað eða minna.
Þannig er þá farið vanskilum mínum við Súðavíkurhrepp, að ég á inni hjá honum rúmar 30 kr.
Þegar ég svo greiddi útsvar mitt hér 1932, sagði gjaldkerinn mér, að ég skuldaði hér eldra útsvar. Taldi ég, að þetta gæti varla verið, sökum þess, að óg vissi mig hafa að fullu greitt útsvar mitt í Álftafirði árið áður, eins og hér hefir verið frá skýrt.
En þegar er upplýst varð, að útsvar þetta væri ekki frá því ári, heldur frá árinu 1930, þegar ég hafði ekki greitt útsvar annarstaðar, féllst óg strax á að greiða það. Sýnir og yfirlýsing bæjargjaldkerans, að greiðslu þessa útsvars hafði ég lokið fyrir áramót ’31. Þar var því ekki um verulegan drátt að ræða, eftir að ég hafði sannfærst um skuldina. Sannleikurinn um þetta atriði er þá sá, að ég, sökum fjarveru úr bænum um tveggja ára skeið hafði ekki verið krafinn um útsvarið fyrir árið 1930, og áttaði mig því ekki strax á því, um hvaða upphæð væri að ræða, þegar ég eftir svo langan tíma er krafinn um það. Taldi ég því, að varið væri að krefja mig fyrir næsta ár á undan, en vissi mig hafa innt greiðslu af hendi annarstaðar. Öll sú sök, sem á mig er hægt að bera, er því það, að hafa gert mig sekan um þessi misgrip. Ræður Jón Auðunn því auðvitað, hvort hann stimplar mig sem vanskilamann við bæinn af þeirri ástæðu. En þá mun hann sennilega verða einn um það.
Sjálfsagt er margt hægt fremur að finna mér til vamms en það að ég sé gjarn á að svíkjast undan lögmætum greiðslum, eða geri mig sekan um prettvísi í fjármálaviðskiftum. En sjálfsagt er það þess vegna, að Jón Auðunn og Arngrímur ráðast helzt á mig á þessu sviði til að svala sem best sinni krónisku ósannindaþörf. Fari nú svo, að Jón Auðunn fitji upp á þessum ósannindum enn á ný, neyðist ég sennilega til að svara honum á öðrum vettvangi.
Hannibal Valdimarsson.