Gunnar Smári skrifaði á vef Samstöðvarinnar:
21,4% borgarbúa nefndu Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, oddviti Sósíalista í Reykjavík, þegar þeir voru beðnir að nefna þann borgarfulltrúa sem þeim fannst hafa staðið sig best á yfirstandandi kjörtímabili. Næst kom Hildur Bjarnadóttir oddviti Sjálfstæðismanna með 13,2% atkvæða.
Þetta kom fram í nýjum borgarvita Maskínu sem mælir ýmislegt úr borgarmálunum. Núverandi og tilvonandi borgarstjórar komu ekki vel út úr þessu vali. 11,3% borgarbúa nefndu Dag B. Eggertsson borgarstjóra og oddvita Samfylkingarinnar og aðeins 6,0% Einar Þorsteinsson Framsóknarmann og tilvonandi borgarstjóra.
Oddvitar hinna flokkanna í meirihlutanum koma heldur ekki vel út: 8,0% nefndu Alexöndru Briem Pírata og 3,7% Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur í Viðreisn. 2,9% nefndu Kolbrúnu Baldursdóttur í Flokki fólksins og 2,3% Líf Magneudóttur í Vg.
Maskína birtir listann svona:
Þarna vekur athygli að þrír borgarfulltrúar Framsóknar reka lestina, virðast vera fólk sem borgarbúa þekkja lítið. En athygli er ekki allt. Friðjón R. Friðjónsson er tíður gestur í allskyns spjallþáttum en er samt sá fulltrúi Sjálfstæðisflokksins sem fæstum þykir eitthvað til koma.
Sanna er líka efst þegar skoðuð er afstaða fylgjenda flokkanna til síns forystufólks. 85% kjósenda Sósíalista nefna Sönnu en aðeins 47% kjósenda Sjálfstæðisflokksins nefna Hildi og aðeins 37% kjósenda Samfylkingarinnar Dag.
Sanna er sá borgarfulltrúi sem flestir nefna í öllum aldurshópum, öllum hverfum og af báðum kynjum. Og í öllum aldurshópum þar til kemur að þeim sem eru með meira en 1,2 m.kr. á mánuði. Sá hópur nefndi Hildi Björnsdóttur oftar.