- Advertisement -

Telur koma til greina að skattleggja hagnað og arðgreiðslur alveg sérstaklega

„Skattleggja hagnað og arðgreiðslur alveg sérstaklega.“

Ágúst Bjarni Grétarsson.

Og ef við getum ekki fengið hin breiðu bök með okkur í þetta verkefni er nauðsynlegt að beita þeim tækjum og tólum sem löggjafarvaldið hefur úr að spila.

„Ef við ætlum okkur að ná tökum á verðbólgunni og tökum á ástandinu þá þurfa allir að taka þátt í því og stíga ölduna með fjölskyldum og fyrirtækjum í landinu. Við sáum í síðustu viku fréttir af miklum hagnaði viðskiptabankanna þriggja þar sem bæði þjónustutekjur og vaxtatekjur hækka umtalsvert. Ég skynja á umræðunni að upplifun fólks er sú að hér á landi sé að skapast samfélag sem megi kalla „við og þið“ eða „við og hinir“. Það má ekki gera lítið úr þessum tilfinningum fólks og alls ekki vanmeta þá upplifun fólks að hér séu ekki allir að taka þátt. Það er vond staða,“ sagði Ágúst Bjarni Garðarsson Framsóknarflokki á Alþingi fyrir skömmu.

„Það virðist duga skammt að ætla að höfða til þeirra sem teljast til hinna breiðu baka í samfélaginu og biðla til þeirra um að sýna samfélagslega ábyrgð í verki. Almenningur tekur á sig auknar byrðar með ýmsum hætti og það gengur ekki að hér séu aðilar, fyrirtæki og aðrir, sem halda að þau séu eyland í þessu samfélagi sem við byggjum hér saman. Við erum auðvitað í tímabundnu ástandi, líkt og önnur lönd Evrópu og ég hef sagt það áður og segi það aftur að mér finnst það vel koma til greina að skattleggja hagnað og arðgreiðslur alveg sérstaklega, greiða þá niður skuldir og styðja við þá hópa sem nú standa í miðjum ólgusjó. Annað er bæði óskynsamlegt og ósanngjarnt. Verkefni okkar sem störfum á Alþingi eru margvísleg en þau eru fyrst og fremst að standa með fólkinu í landinu. Og ef við getum ekki fengið hin breiðu bök með okkur í þetta verkefni er nauðsynlegt að beita þeim tækjum og tólum sem löggjafarvaldið hefur úr að spila.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ágúst Bjarni fær sennilega ekki hrós frá þingliði Sjálfstæðisflokks fyrir þessi orð.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: