- Advertisement -

Hóta Bjarna verði veiðigjaldið hækkað

„Skatt­ar eru háir á Íslandi og frek­ari hækk­un er lík­leg til að draga úr þrótti at­vinnu­lífs­ins, auka til­hneig­ingu til að kom­ast hjá skött­un­um og á end­an­um að draga úr tekj­um rík­is­ins.“

„Þá benda sam­tök­in á að ef­ast megi um að breyt­ing­arn­ar skili raun­veru­lega aukn­um tekj­um í rík­iskass­ann, enda leiði þær að öll­um lík­ind­um til breyttr­ar hegðunar fyr­ir­tækja sem muni leita leiða til að draga úr tekju­skatt­skyld­um hagnaði með ýmsu móti,“ segir í leiðara Moggans.

Hvernig á að skilja þetta? Er verið að hanna aðferðir til að komast undan skattgreiðslum? Eru Samtök atvinnulífsins að boða hörð átök? Skoðum betur viðbrögðin við fjármálaáætlun Bjarna Benediktssonar:

„Ólík­legt er að aukn­ar op­in­ber­ar álög­ur skili sér í aukn­um tekj­um rík­is­sjóðs verði þær til þess að skerða sam­keppn­is­hæfni ís­lenskra fyr­ir­tækja á alþjóðamörkuðum. Boðuð end­ur­skoðun á veiðigjaldi, hækk­un fisk­eld­is­gjalds og auk­in gjald­heimta í ferðaþjón­ustu kalla á að hugað sé sér­stak­lega að því tryggja jafn­ræði og að skatt­heimta hér á landi sé ekki meira íþyngj­andi en ann­ars staðar.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þetta er hluti af viðbrögðum samtakanna í Borgartúni 35. Alveg makalaust. Eins og kunnugt nær fjármálaáætlunin til áranna 2024 til 2028.

Eðlilegt er að telja að fyrrverandi forsætisráðherra Íslands hafi skrifað leiðarann. Þar segir: „Skatt­ar eru háir á Íslandi og frek­ari hækk­un er lík­leg til að draga úr þrótti at­vinnu­lífs­ins, auka til­hneig­ingu til að kom­ast hjá skött­un­um og á end­an­um að draga úr tekj­um rík­is­ins, þvert á það sem ætl­un­in var. Reynsl­an er ólygn­ust í þess­um efn­um. Ísland hef­ur góða reynslu af því að lækka slíka skatta, efla með því at­vinnu­lífið, bæta lífs­kjör al­menn­ings og auka um leið tekj­ur rík­is­ins. Það er sú leið sem rík­is­stjórn­in ætti að horfa til.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: