Haukur Már Sigurðarson, kaupmaður og veitingamaður á Patreksfirði er framarlega í hópi fólks á sunnanverðum Vestfjörðum, sem freista þess að Jóni Gunnarssyni samgönguráðherra takist ekki að koma í veg fyrir þær vegaframkvæmdir sem eru ráðgerðar á sunnanverðum Vestgjörðum.
Haukur Már og fleiri hafa opnað undirskriftarsíðu á netinu, 60.is, nú hafa meira en sautján hundruð skrifað undir.
Haukur Már segir það framar vonum.
Fyrir um fimm árum stóð Haukur Már upp og gekk af fundi sem þáverandi samgönguráðherra, Ögmundur Jónasson, hélt á Patreksfirði. Fjöldi fundargesta fylgdi Hauki af fundinum.
Nú fimm árum síðar standa íbúar á sunnanverðum Vesrjörðum í átökum um sama mál.