Helga Vala Helgadóttir skrifaði:
„Og áfram heldur þetta. „Ég bendi yður þó á að ég tel að umrædd tilkynning, eftir framanlýsta breytingu ráðuneytisins á henni, sé enn ekki fyllilega í samræmi við gildandi rétt. Hef ég þá í huga að heimildir stjórnvalda til að birta upplýsingar að eigin frumkvæði leiða til þess að telja verður að birting vinnuskjala ríkisendurskoðanda sé þeim almennt heimil.“ Nú er vert að rifja upp orð stjórnarþingmanna í þinginu á undanförnum vikum og mánuðum, löglærðra sem ólöglærðra, sem fullyrt hafa að það sé ólöglegt að birta greinargerðina og kalla hana vinnuskjal. Hvaða rök finnur forseti Alþingis og aðrir stjórnarliðar núna?“