- Advertisement -

Þingmenn bifa Birgi þingforseta hvergi

„Hvers konar rugl erum við eiginlega komin í?“

Björn Leví Gunnarsson.

„Nú hefur verið birt lögfræðiálit um að Alþingi eigi að birta almenningi og fjölmiðlum greinargerð um Lindarhvol, Alþingi sé það skylt. En enn er staðan óbreytt af hálfu forseta Alþingis. Hann ætlar ekki að birta greinargerðina þrátt fyrir þetta lögfræðiálit sem segir beinlínis að það sé skylt að birta greinargerðina,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir á Alþingi.

„Hvað skýrir þessa afstöðu forseta Alþingis þegar hann velur að fara gegn lögfræðiáliti um að birta almenningi þetta gagn, þessa greinargerð, og velur að fara gegn niðurstöðu í lögfræðiáliti? Ég skil það ekki. Er hann gísl flokkshollustunnar, er það það sem býr hér að baki, gæti einhver spurt. Lög um ríkisendurskoðun fjalla um upplýsingagjöf og þar segir í 16. gr. orðrétt, með leyfi forseta:

„Ríkisendurskoðandi sendir Alþingi skýrslur sínar, greinargerðir og endurskoðunarbréf og birtir opinberlega nema um sé að ræða málefni sem leynt skal fara samkvæmt lögum eða opinberir hagsmunir eða einkahagsmunir standi því í vegi …“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þetta er nokkuð skýrt.

Þetta er nokkuð skýrt. Ég ætla ekki að standa hér og þykjast vita hvað stendur í þessari greinargerð en ég skil ekki hvað það er sem gerir það að verkum að forseti Alþingis treystir sér ekki til að fara að niðurstöðu lögfræðiálits og birta þessi gögn.“

Birgir Ármannsson þingforseti sagði:

„Forseti vill geta þess, af því að háttvirtur þingmaður vitnar hér til 16. gr. laga um Ríkisendurskoðun, að um gögn af því tagi sem hér um ræðir er líka fjallað í 15. gr. laga um Ríkisendurskoðun. Þar hefur komið fram af hálfu Ríkisendurskoðunar að skilningur hennar er sá að þarna sé um að ræða vinnugagn sem beri að lúta sérstökum trúnaði eða leynd á grundvelli ákvörðunar af ríkisendurskoðanda. Þess má líka geta að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur a.m.k. þrívegis fjallað efnislega um sambærilegar beiðnir og þær sem legið hafa fyrir forsætisnefnd um aðgang að þessu skjali og hefur í öllum tilvikum talið að 15. gr. laga um Ríkisendurskoðun ætti þar við þannig að afhending sé ekki heimil. Þetta skýrir að einhverju leyti þann lögfræðilega ágreining sem uppi hefur verið um þessi efni.“

Björn Leví Gunarsson var næstur:

Það er það sem skiptir máli.

„Þetta mál snýst líka um lög hvað varðar stjórnsýslu Alþingis. Það er búið að afhenda þessa greinargerð Alþingi og þá á þar við hvað Alþingi ber að gera við gögn sem Alþingi berast. Það er það sem skiptir máli. Þetta var svona fyrir nokkrum árum síðan þegar Lindarhvolsmálið komi hérna inn til þingsins einmitt en þá voru nokkrir þingmenn, háttvirtir fyrrverandi þingmenn Þorsteinn Sæmundsson og Jón Þór Ólafsson, sem gerðu athugasemdir við þetta mál í forsætisnefnd og ég gerði það einnig þegar ég var í forsætisnefnd. Eftir miklar rökræður við þáverandi forseta þingsins um að þetta væri gagn sem bæri að birta þá kallaði þáverandi forseti þingsins eftir óháðu lögfræðiáliti sem skilaði þessari niðurstöðu sem við höfum séð birta á vef Lindarhvols. Það er mjög áhugavert að forseti Alþingis vill ekki birta þessa álitsgerð lögfræðinganna en Lindarhvoli ber að birta þetta lögfræðiálit. Hvers konar rugl erum við eiginlega komin í? Það er alveg stórkostlegt í rauninni að við séum á þeim stað að Alþingi neiti að birta lögfræðiálit sem Lindarhvoli er gert að birta og vilji ekki birta greinargerð setts ríkisendurskoðanda sem er send Alþingi á sama tíma. Við verðum að gera eitthvað betur en þetta. Öll forsætisnefnd var búin að samþykkja að birta þessa greinargerð en núna er það bara forseti Alþingis sem segir nei.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: