- Advertisement -

4.451 fjölskyldur bíða þess að holskefla vaxtahækkana dynji á þeim

Guðbrandur Einarsson:

Hin ráðalausa ríkisstjórn, sem ákvað sjálf í síðustu fjárlagagerð að verðtryggja krónutölubreytingar frumvarpsins, virðist ekki eiga nein svör.

Nú hefur fyrirtæki sem tengist ráðherra í ríkisstjórn hækkað verðskrá þar sem launabreytingum er að fullu hent út í verðskrána, en ekki bara launahækkununum heldur líka afturvirkni kjarasamninga.

Eftir fjóra daga eru liðin þrjú ár frá því að Seðlabankinn tók fyrstu ákvörðunina um meiri háttar lækkun stýrivaxta til að bregðast við Covid. Þessi dagsetning er áhyggjuefni fyrir fjölskyldurnar sem tóku skynsamlega ákvörðun og festu vexti á húsnæðislánum sínum til þriggja ára, sagði Guðbrandur Einarsson Viðreisn á Alþingi fyrri í dag.

Á árinu munu 4.451 heimili fá yfir sig holskeflu vaxtahækkana þegar binditími vaxtanna þeirra rennur út. Þessi heimili verða fyrir alvarlegum skelli þegar snjóhengjan losnar. Við gætum verið að sjá vaxtagreiðslur þessa hóps stökkbreytast. Fyrir fólk sem er að greiða 200.000 kr. í vexti á mánuði, miðað við 4% fasta vexti, skiptir 1% hækkun vaxta miklu máli og kostar þennan einstakling um 50.000 kr. á mánuði. 4% vaxtahækkun myndi tvöfalda greiðslubyrðina sem færi þá í 400.000 kr. á mánuði. Hvernig getur venjuleg fjölskylda á meðallaunum ráðið við slíkt? Einu svör fjármálaráðherra og seðlabankastjóra eru að fólk geti þá bara farið aftur í verðtryggð lán, sem staðfestir að efnahags- og peningastjórnin hefur mistekist. Boðað lágvaxtaumhverfi í aðdraganda síðustu kosninga var því ekkert annað en tálsýn,” sagði Guðbrandur.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Nú hefur fyrirtæki sem tengist ráðherra í ríkisstjórn hækkað verðskrá þar sem launabreytingum er að fullu hent út í verðskrána, en ekki bara launahækkununum heldur líka afturvirkni kjarasamninga. Það er veruleg hætta á því að önnur fyrirtæki fylgi í kjölfarið og það mun þýða að við erum búin að tapa í baráttunni við verðbólguna og munum sjá heimilin í landinu verða undir.

Hin ráðalausa ríkisstjórn, sem ákvað sjálf í síðustu fjárlagagerð að verðtryggja krónutölubreytingar frumvarpsins, virðist ekki eiga nein svör til að bregðast við þessari stöðu og eftir situr íslenskur almenningur með Svarta-Pétur,” sagði Guðbrandur.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: