- Advertisement -

Segir ríkisstjórnina ekki aðgerðarlausa

Hér kemur þriðji formaðurinn í röð og segir: Við erum að gera fullt.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.

Við erum ítrekað búin að spyrja ríkisstjórnina hvaða aðgerðir hún ætli að koma með til að stemma stigu við verðbólgunni. Hvaða aðgerðir ætlar hún að draga fram núna t.d. til að lækka tolla og vörugjöld á vörur, til að lækka matarkörfuna? Hvað á að gera til að koma böndum á verðbólguna til þess að Seðlabankinn þurfi ekki enn og aftur að beita sínu stýrivaxtatæki, því eina sem hann hefur? Hvað ætlar ríkisstjórnin að gera í þessu?

Afneitunin hefur verið gríðarleg af hálfu ráðherra en mér fannst glitta í ákveðna vonarglætu þegar hæstvirtur innviðaráðherra kom og sagði: Við þurfum að rjúfa þennan vonda vítahring. Já, við erum í enn einum vítahringnum sem er alltaf spilaður aftur og aftur hér í íslensku samfélagi og við þurfum að rjúfa hann. Hvað ætlar ríkisstjórnin að gera til að berjast gegn verðbólgunni og koma heimilunum hér í samfélaginu til bjargar?

Það er rétt að geta þess að ríkisstjórnin er auðvitað ekki aðgerðalaus og við höfum verið að vinna að fjölmörgum hlutum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

…sem er náttúrlega endemisvitleysa.

Hér kemur þriðji formaðurinn í röð og segir: Við erum að gera fullt. En samt er verðbólgan þar sem hún er og samt höfum við staðið frammi fyrir 11 vaxtahækkunum í röð. Það er ekkert plan í gangi hjá ríkisstjórninni — ekkert plan. Ég lagði fram fyrirspurn fyrir fimm mánuðum til hæstvirts matvælaráðherra sem verður svarað í dag um það hvað eigi að gera til þess að hjálpa til við að lækka matarkörfuna. Ríkisstjórnin er búin að hafa nægan tíma til að bregðast við núna.

Framsókn kemur og skilar auðu og það er eins og hún sé ekki í þessari ríkisstjórn. Þrátt fyrir allt þá leiðir samsetning þessarar ríkisstjórnar til þess að við erum með ósjálfbæran ríkissjóð sem er skilað í halla til næstu ára og verið er að velta byrðum nútímans yfir á börnin okkar í framtíðinni. En ríkisstjórnin skilar auðu og mér finnst miður að hún geti ekki drattast til þess að koma með aðgerðir sem hjálpa heimilunum í landinu núna, ekki eftir eitt ár, ekki eftir tvö ár og ekki eftir fimm ár.

Ég veit ekki hvort háttvirtur þingmaður nær betri hljómgrunni með því að koma alltaf með þessa sömu ræðu eða hækka röddina, ég veit það ekki.

Háttvirtur þingmaður veit það þrátt fyrir hún komi hér upp reglulega og haldi því fram að hér sé ekkert gert af því að hér sé einhver sérstök tegund af ríkisstjórn sem kalli á aðgerðaleysi, sem er náttúrlega endemisvitleysa.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: