Sigurjón M. Egilsson:
Þetta er gott. Svona vantar frá Starfsgreinasambandinu. Kannski þaggar Félagsdómur í uppblásnum mannskap Samtaka atvinnulífsins. Alla vega um sinn.
Okkur sem fylgumst með deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hefur oftast þótt nóg um sjálfbyrgingsháttinn í fyrsta talsmanni Samtakanna. Virkar uppblásinn af einhverju. Hvað sem það er, þá fer það manninum ekki vel. Það er gott að Alþýðusambandið finni að starfsaðferðum þeirra í Borgartúni 35.
ASÍ telur ákvörðun SA um verkbannið ógilda og að stjórn SA hafi verið óheimilt að taka ákvörðun um verkbann „og vegna þess að ójafnt atkvæðavægi félagsmanna SA í kosningunni um verkbannið eigi sér ekki lagastoð.“ Að auki segir ASÍ að það telji verkbannsboðunina ólöglega þar sem allir félagsmenn SA hafi verið á kjörskrá, burtséð frá því hvort þeir starfi á félagssvæði Eflingar eða ekki. Þá hafi verið formgallar á verkbannsboðun SA sem geri hana ólöglega.
Þetta er gott. Svona vantar frá Starfsgreinasambandinu. Kannski þaggar Félagsdómur í uppblásnum mannskap Samtaka atvinnulífsins. Alla vega um sinn. Hitt er annað. Það þarf að ljúka hinni hörðu deilu. Ástráður Haraldsson á kvölina. Beðið er eftir útspili hans.