- Advertisement -

4. hluti: Málflutningur ríkisstjórnar stenst hvorki skoðun né gögn

Nú eða að forystumennirnir hafi talið sér sjálfum sér trú um að sýndarheimur þeirra sé raunheimur.

Óðinn.

Óðinn Viðskiptablaðið lætur sem hann hafi farið með foringja ríkisstjórnarinnar í sneiðmyndatöku. Hann skrifar um árangurinn í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áður höfum við birt skrifin um Katrínu, Sigurð Inga og fyrri hluta af umfjölluninni um Bjarna Benediktsson. Nú er komið að honum öðru sinni:

Bjarni Benediktsson tók þátt í umræðum á Alþingi á fimmtudag, degi eftir vaxtahækkunina.

Þá var komið eilítið annað hljóð í strokkinn og fjármálaráðherrann féllst á að ríkisútgjöld hefðu vaxið töluvert.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Vegna þess að hér á Alþingi er enginn áhugi á neinu nema ríkisútgjöldum og til vaxtar. Öll umræðan um fjárlögin er um skort á ríkisútgjöldum,“ bætti hann við og sagði Samfylkinguna sérstaklega tala um vanfjármagnaðar ríkisstofnanir.

Fyrstu fjárlög þessarar ríkisstjórnar voru fjárlög 2018. Þau hljóðuðu upp á 751 milljarða króna útgjöld. Útgjöldin samkvæmt fjárlögum 2023 verða hins vegar 1.268 milljarða króna. Ríkisstjórnin hefur því aukið ríkisútgjöldin um 69%. Aukningin er 31,3% að raunvirði.

Það er ekki töluvert. Það er gígantískt.

Enginn vafi er á að Samfylkingin hefur alla burði til þess að slá núverandi þingmeirihluta við í útgjaldafylleríi; fáum betur til þess treystandi. En hvaða viðmið er það?

Málflutningur forystumanna ríkisstjórnar stenst hvorki skoðun né gögn. Aðeins tvær skýringar kunna að vera að rangfærslunum.

Annað hvort eru þeir forystumennirnir að reyna að afvegaleiða almenning og skattgreiðendur, sem halda uppi ríkiskerfinu með skattgreiðslum af sjálfsaflafé sínu og eignum.

Nú eða að forystumennirnir hafi talið sér sjálfum sér trú um að sýndarheimur þeirra sé raunheimur.

Hrappar eða afglapar. Það er valið.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: