Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti ASÍ og formaður Rafiðnaðarsambandsins, skrifaði:
Frábær og rétt niðurstaða í Landsrétti. Nú hefur talsmaður SA talað digurbarkalega eins og að réttlætið sé með honum. Svo er ekki! Það er staðfest með dómsniðurstöðu.
Núna hefur SA þann eina kost í stöðunni en það er að semja við Eflingu. Samtök Atvinnulífsins hafa ekki átt í raunverulegum viðræðum. Settust niður á einnar mínútu fund síðast og treystu á miðlunartillögu sem setja ætti fram. Það klúðraðist algjörlega í höndunum á þeim. Ríkissáttasemjari gekk of langt með ótímabærum inngripum.
Setjist núna niður og semjið við Eflingu!
Þú gætir haft áhuga á þessum