Mogginn herðir róðurinn gegn Sólveigu Önnu og Eflingu. Í leiðaranum segir á einum stað.
„Á mánudag féllu tveir dómar. Annars vegar úrskurðaði Félagsdómur að verkfallsboðun Eflingar á nokkrum hótelum væri lögleg, en hins vegar hafði Héraðsdómur Reykjavíkur skömmu áður úrskurðað að ríkissáttasemjari fengi aðgang að kjörskrá Eflingar.
Sólveig Anna fagnaði verkfallinu vitaskuld, en á hinn bóginn sagði hún dóminn um afhendingu kjörskrár félagsins hafa veikt hjá sér vonir um að í íslensku samfélagi fyndist nokkurt réttlæti.
Allt er þetta auðvitað dómadagsdella, til þess gerð að skjóta sér hjá lögum og rétti.“
Hvaða pilla er nú þetta. Má Efling ekki áfrýja dómum Héraðsdóms? Jú, auðvitað. Meira segja er búið að semja um hraðferð í Landsdóm.
„Hvað svo sem mönnum finnst um kröfur Eflingar eða tilboð Samtaka atvinnulífsins dettur engum heilvita manni í hug að aðilar vinnumarkaðarins geti í nafni hagsmuna sinna sett sig yfir lögin.“
Hér er spólað í sama pyttinum.
„Virðing fyrir lögum og rétti er Íslendingum í blóð borin. Allir Íslendingar vita og skilja, nú sem fyrr, að með lögum skal land byggja. Allir vita þeir að það var satt, sem Þorgeir Ljósvetningagoði mælti, að „ef vér slítum lögin þá slítum vér friðinn“. Og allir vita þeir að lög eru til lítils nema allir séu jafnir fyrir þeim. Það á líka við um Sólveigu Önnu og Eflingu.“
Davíð hættu þessu bulli. Ekkert annað hefur gerst en að dómi hefur verið skotið til hærra dómstigs. Meiri er glæpurinn ekki.