- Advertisement -

Með eða á móti skúringarkonunni

Birna Dröfn Jónasdóttir.

„Undanfarnar vikur höfum við lesið og hlustað á fréttir um verkföll, stéttarfélög, skúringakonur, Sólveigu Önnu og launakjör. Annað hvort stendur fólk með Sólveigu Önnu eða er á móti henni. Annað hvort stendur þú með skúringakonum eða ekki. Allt þarf að vera svart eða hvítt og andstæðurnar algjörar,“ skrifar Birna Dröfn Jónasdóttir í leiðara Fréttablaðsins í dag.

„En við vitum alveg að það er ekki gott að í samfélaginu okkar sé fólk sem vinnur og vinnur og fær fyrir það laun sem duga ekki fyrir nauðsynjum. Við vitum líka að það er gott að í samfélagi okkar séu til manneskjur, eins og Sólveig Anna, sem eru til í að berjast fyrir annað fólk og kjörum þess. Eða það er allavega gott fyrir suma,“ segir í leiðaranum.

„Það er ekki þægilegt að hugsa til þess að hér búi fólk sem á ekki peninga fyrir mat. Það er miklu þægilegra að sitja bara í sínum vellystingum og hundsa vandamálið. Ef þú situr á veitingastað að borða blómkálssteik og sötra Pinot Noir er ekkert sérlega þægilegt að vera að velta fyrir sér hvernig einhver manneskja reddaði mat fyrir börnin sín í kvöld. En við hljótum þó að þurfa að gera það.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Síðustu vikur hefur fjöldi fólks, og þá sérstaklega karlar, ekki átt í neinum vandræðum með að grípa fram fyrir hendurnar á konunni sem lætur sig skúringakonurnar varða, selja samfélaginu þá hugmynd að hún hafi ekki stuðning félagsmanna sinna og sé að búa til úlfalda úr mýflugu

Getur skýringin verið sú að ef við förum að hugsa of mikið um þau sem neðst eru í samfélaginu og auka réttindi þeirra þá minnka réttindi annarra? Minni stéttakúgun=meiri völd til kvenna. Meiri völd til kvenna=minni völd til karla. Nei, ég bara spyr…“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: