Einn af þeim skemmtilegri og eftirminnilegri sem ég hef unnið með er Geir R. Andersen. Hann sá um lesendabréfin á DV hjá áður fyrr. Geir skrifaði eitt slíkt í gær. Það er í hans stíl og ég kýs því að birta það hér:
„Fréttaflutningi RÚV hrakar stöðugt: – Það var kl. 15:OO í dag, að ég opnaði útvarp RÚV til að heyra fréttirnar (að venju). Þær voru ekki margþættar – aðeins EIN frétt!! Og það var erlend frétt – Frá JAPAN! og það á japönsku að hluta!! Síðan kom ein íþróttafrétt!
Þetta er náttúrlega ekki bjóðandi útvarpshlustendum í landinu. – Og svona fer fréttaflutningi RÚV-útvarpsins hrakandi. – Ekkert minnst á veðurfar í landinu, þótt tilefnið sé ærið, eða samgöngumálin, vítt og breitt um landið.
Þetta fer nú að verða stærri og stærri spurning, hvort eða hvenær stefnt skuli að alvarlegri endurskoðun á starfsemi RÚV. Er ekkert að tala um að leggja niður Ríkisútvarpið. Það eru ekkert á döfinni neinar slíkar hugmyndir af minni hálfu a.m.k. En fréttaflutningur RÚV hljóðvarps hlýtur að verða að taka breytingum til batnaðar ef ekki á að rísa upp óánægjualda, jafnvel frá „sameinuðum“ hlustendum. Svo víðfemt er „nöldrið“ orðið, vítt og breitt um þjóðfélagið.“