Góð grein Ögmundar Jónassonar, í Mogga morgundagsins, endar svona:
„…er hægt að koma í veg fyrir að Mammon haldi áfram að skræla Ísland að innan og gera okkur að því stéttskipta samfélagi sem við flest höfum aldrei viljað vera? Að sjálfsögðu er það hægt. Ef hægt er að gefa frá okkur innviði samfélagsins í krafti pólitískrar kreddu þá er líka hægt að gefa þá kreddu upp á bátinn. Og ef nú er hægt að borga handhöfum Símans sextán milljarða í arð ofan á tugmilljarða arðgreiðslur í haust, eins og ekkert sé, og selja efnafólki lúxusíbúðir á hálfan milljarð, þá er hægt að borga þeim sem sjá um börnin þeirra í leikskólanum og þrífa veislusali þeirra, laun sem duga, ekki bara til framfærslu heldur til að lifa gefandi lífi.
Ég hvet alla til að leggjast á sveif með þessari hugsun, – henni til eflingar: Til eflingar Eflingu.“