- Advertisement -

Mogginn, Efling og verðbólgan

Þetta eru ömurleg sjónarmið. Það er ekki hægt með nokkru móti að sættast á að fólk sem vinnur fullan vinnudag í erfiðis vinnu fái ekki laun sem duga til framfærslu.

Sigurjón Magnús Egilsson.

„Þar er nú stefnt að verk­föll­um til að freista þess að knýja á um enn meiri hækk­an­ir en náðust í ný­leg­um samn­ing­um við stærst­an hluta vinnu­markaðar­ins. For­ysta Efl­ing­ar, sem stofnað hef­ur til ófriðar­ins, tel­ur að hækk­un launa hafi eng­in áhrif á verðbólgu og sjálfsagt sé að hækka laun án nokk­urs til­lits til efna­hags­ástands­ins. Þessi sjón­ar­mið eiga sér enga stoð í raun­veru­leik­an­um og þó fyrr­nefnd­ir markaðsaðilar séu vissu­lega ekki óskeik­ul­ir í mati sínu þá hlýt­ur að verða að horfa til vænt­inga þeirra meðal annarra þátta,“ segir í leiðara Moggans.

Þar er varað við Eflingu. Látið eins og eina erindi Eflingar sé að auka á verðbólguna, sem til þess kjörið fólk ræður ekki við þessa dagana. Efnahagsstjórnin er ekki ýkja merkileg þessar vikurnar.

„Með verðbólg­una á upp­leið og mikl­ar launa­hækk­an­ir ný­lega samþykkt­ar blas­ir við að stór­kost­legt hættu­spil væri að ganga enn lengra í launa­hækk­un­um. Stór­yrði breyta engu um þetta og þau verja ekki launa­menn fyr­ir þeim skaða sem mik­il og langvar­andi verðbólga veld­ur. Mestu hags­mun­ir launa­manna eru að samið verði af skyn­semi og að stöðug­leiki ná­ist sem fyrst í verðlags­mál­um. Vissu­lega þarf fleira að koma til en ábyrg­ir kjara­samn­ing­ar, en án þeirra eru þó afar litl­ar lík­ur á að stöðug­leiki ná­ist,“ segir í leiðaranum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þetta eru ömurleg sjónarmið. Það er ekki hægt með nokkru móti að sættast á að fólk sem vinnur fullan vinnudag í erfiðis vinnu fái ekki laun sem duga til framfærslu. Sá sem fær fimm milljónir í mánaðarlaun á erfitt með að setja sig í spor þess sem lifir í sárustu fátækt.

Stöðu þess fólks verður að bæta. Og það sem fyrst.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: