- Advertisement -

Teitur Björn dró Svarta Pétur

- hvað gengur þingmönnum Sjálfstæðisflokksins til?

Auðvitað er þingmönnum engin alvara með áfengisfrumvarpinu. Auðvitað fer ekki nokkur þingmaður fram með mál, þar sem allir sem vit og þekkingu hafa á málinu, vara við samþykkt þess. Það segir sig sjálft. Tilgangurinn með málinu er allt annar en að fá það samþykkt. En hver?

Í upphafi síðasta kjörtímabils kom það í hlut Vilhjálms Árnasonar, þá nýliða í þingliði Sjálfstæðisflokksins, að flytja málið. Þá dró hann Svarta Pétur. Vilhjálmur er bindindismaður úr Grindavík. Og fyrrverandi lögga.

Nú er það nýliðinn Teitur Björn Einarsson frá Flateyri. Hann dró Svarta Pétur að þessu sinni. Teitur Björn er nokkru síðri málfltutningsmaður en Vilhjálmur félagi hans Árnason. Mælingar hafa aldrei sýnt meiri andstöðu við uppgefinn vilja Sjálfstæðisflokksins, hvað þetta mál varðar, en einmitt nú.

Niðurstaðan er einföld. Allt það fólk sem kann að vita betur en þingmennirnir allir saman og allt það fólk sem sannanlega veit betur en gjörvallur þingheimur, segir nei.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Við bætist að mikill meirihluti þjóðarinnar vill ekki sjá frumvarpið verða að lögum, einsog sést á meðfylgjandi gröfum, sem sýna niðurstöður úr könnun sem Maskína gerði.

Þetta er gott að vita. Ekki væri síðra að fá að vita hvað rekur Sjálfstæðisflokkinn til að leggja á herðar nýliða í þingflokknum að gera þetta mál að sínu. Á sjónum er nýliðar stundum plataðir til að gefa kjölsvíninu. Það er barnaskapur í samanburði við hvernig reyndari þingmenn Sjálfstæðisflokksins koma fram við nýliða í þingflokknum.

En hver er tilgangurinn? Smjörklípa?

 

Sigurjón M. Egilsson.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: