Fyrir réttri viku spurði Miðjan Aðalstein Leifsson ríkissáttasemjara hvort hann væri að undirbúa miðlunartillögu. Fréttin fer hér á eftir:
Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari mun ekki leggja fram miðlunartillögu þegar fundað verður næst í hinni hörðu deilu milli Samtaka atvinnulífsins og Eflingar. Fundurinn verður á þriðjudaginn kemur.
„Eins og fram hefur komið frá aðilum og í fjölmiðlum, þá ber talsvert á milli í þessari kjaradeilu. Engin ákvörðun hefur verið tekin um miðlunartillögu. Að sjálfsögðu eru öll úrræði sem gætu leitt til sátta skoðuð í öllum erfiðum deilum,“ sagði Aðalsteinn Leifsson sáttasemjari í samtali við Miðjuna.
Þú gætir haft áhuga á þessum