- Advertisement -

Ótímabær inngrip ríkissáttasemjara

Það er mat framkvæmdastjórnar að nauðsynlegt sé að fá úr því skorið fyrir dómstólum hvort þessi ákvörðun ríkissáttasemjara sé á rökum reist á þessum tímapunkti og í anda laganna.

„Framkvæmdastjórn Starfsgreinasambands Íslands telur þá ákvörðun ríkissáttasemjara að leggja fram miðlunartillögu í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins á þessum tímapunkti hafa verið ótímabæra.

Mikilvægt er að samningsaðilar fái ætíð fullt tækifæri til að ganga frá kjarasamningi án svo alvarlegra inngripa ríkissáttasemjara og telur framkvæmdastjórn SGS það tækifæri ekki hafa verið fullnýtt.

Í ljósi umræðu um hvort ríkissáttasemjari hafi haft lagaheimild skv. 27. grein laga um stéttarfélög og vinnudeilur telur framkvæmdastjórn SGS brýnt að dómstólar skeri úr um lögmæti miðlunartillögunnar og málið hljóti flýtimeðferð, vegna alvarleika þess.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það er mat framkvæmdastjórnar að nauðsynlegt sé að fá úr því skorið fyrir dómstólum hvort þessi ákvörðun ríkissáttasemjara sé á rökum reist á þessum tímapunkti og í anda laganna. Enda er um að ræða mikilvægt hagsmunamál fyrir verkalýðshreyfinguna í heild sinni sem getur skapað hættulegt fordæmi til framtíðar.“

sgs.is.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: