„Þessir atburðir á vinnumarkaði hljóta að kalla á það, þegar þessari samningatörn lýkur, að farið verði rækilega yfir þau lög sem gilda í landinu um þennan mikilvæga þátt þjóðlífsins. Það er auðvitað óþolandi að stórt félag leitist við að sprengja upp samninga annarra stéttarfélaga, þar sem samningar hafa hlotið mjög öflugan stuðning nánast allra þeirra launþega sem áttu hlut að máli. Það átti að gera með því að beita brögðum og gloppum í lagasetningu, en þær gloppur hafa ekki verið misnotaðar hingað til, því enginn hafði haft vilja eða hugmyndaflug til þess,“ segir í leiðara Moggans í dag.
Viljandi er öllu þarna snúið á haus. Hefði Efling náð fram betri samningi en þau sem hafa samið hingað til, hefði það engin áhrif á áður gerða samninga. Það vita allir. Sumir vilja gera sitt til að villa um fyrir fólki. Þar ætlar Mogginn að vera í forystu.
Í leiðaranum segir: „Útspil forystumanna verkalýðsfélagsins og tilraunir til að fá örfáa aðila úr þeim hópi til að sprengja hagfellda samninga í loft upp, samninga sem yfirgnæfandi meirihluti launamanna hafði þegar samþykkt, er undarlegt. Samninga, sem eru að auki til tiltölulega skamms tíma.“
Þetta er hreint bull og sýnir innræti þess sem skrifar.