- Advertisement -

Lindarhvoll og fingraför Bjarna Ben

Fékk hæstvirtur ráðherra trúnaðarvin sinn til þess að stýra félaginu.

Helga Vala:
Kann að hringja einhverjum bjöllum hér í þingsal en kannski ekki forsetabjöllunni.
Skjáskot: Kastljós.

„Í dag fer fram aðalmeðferð í máli Frigus gegn íslenska ríkinu og félaginu Lindarhvoli, en það nafn kann að hringja einhverjum bjöllum hér í þingsal en kannski ekki forsetabjöllunni. Lindarhvoll var stofnaður af hæstvirtum fjármálaráðherra til að koma í verð þeim eignum sem ríkissjóði féllu í skaut eftir samninga við slitabú föllnu bankanna. Fékk hæstvirtur ráðherra trúnaðarvin sinn til þess að stýra félaginu. Við söluna vöknuðu fjölmargar spurningar og var kallað eftir skýrslu Ríkisendurskoðunar um hvort rétt hefði verið staðið að þessu vandasama verki,“ sagði Helga Vala Helgadóttir á Alþingi í dag.

Sem kunnugt situr Birgir Ármannsson, forseti þingsins, á skýrslu Sigurðar Þórðarsonar.

„Sigurður Þórðarson, sem settur var ríkisendurskoðandi vegna vanhæfis þáverandi ríkisendurskoðanda, skilaði Alþingi og ráðherra skýrslu um hvers hann hefði orðið áskynja við rannsóknina, en núverandi og fyrrverandi forseti Alþingis hafa enn ekki leyft birtingu þessarar skýrslu þrátt fyrir ákvörðun forsætisnefndar frá því í fyrra þar um. Hvað veldur þessu mun mögulega koma í ljós á morgun þegar umræddur Sigurður Þórðarson mun bera vitni í áðurnefndu einkamáli Frigus gegn Lindarhvoli vegna þess hvernig staðið var að sölu þessara eigna almennings,“ sagði Helga Vala.

„Dómsmálið snýst um ákvarðanir stjórnenda Lindarhvols um hverjir fengu að kaupa og ekki síður á hvað. Þá vill svo ótrúlega til að stjórnandi Lindarhvols er fenginn ad hoc til að starfa sem ríkislögmaður og annast þannig vörn íslenska ríkisins og Lindarhvols gagnvart sókn gegn hans eigin ákvörðunum. Ríkislögmaður kom fram í fjölmiðlum og sagði alvanalegt að embættið sækti sér sig lögmann úti í bæ til að reka einstaka mál fyrir embættið en skautaði fram hjá því að umræddur lögmaður, handvalinn trúnaðarmaður hæstvirts fjármálaráðherra, hefur beinna hagsmuna að gæta við niðurstöðu málsins enda er lögmaðurinn sjálfur lykilvitni í málinu.

Herra forseti. Hvar í heimi hér gæti verið uppi viðlíka staða og við sjáum nú eiga sér stað í dómskerfinu af hálfu ríkisvaldsins?“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: