- Advertisement -

Vinstri grænir sættast við SFS en ekki þjóðina

…að rétt sé að koma í veg fyrir strandveiðar og tímabært sé að hleypa stórum aflmiklum togurum nær landi…

Sigurjón Þórðarson.

Sigurjón Þórðarson skrifar:

Yfirlýst markmið vinnu fjölmennra starfshópa sem Svandís Svavarsdóttir hleypti af stokkunum á síðasta ári var að auka sátt um fiskveiðistjórnunarkerfið. Tillögurnar eru unnar undir forystu Eggerts Benedikts Guðmundssonar fyrrverandi forstjóra N1 og Granda, sem hefur nú þann virðulega titil, að vera leiðtogi á sviði sjálfbærrar þróunar í forsætisráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur.

Ef bráðabirgðatillögur starfshópanna og vinnan í kringum skýrsluna er skoðuð þá er bersýnilegt að helsta markmiðið Vg var fyrst og síðast að ná fram ánægju og sátt hjá örfáum auðmönnum í SFS þar sem Samherji ræður ferðinni.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Í tillögunum er ekki tekið til umræðu tvöföld verðlagning og vigtarreglur eða hvað þá að sala á afurðum fari í mikilu magni í gegnum gervisölufélög í skattaskjólum.

Í plagginu sem matvælaráðherra gerir mikið með má hins vegar finna ýmsar furður, á borð við að rétt sé að koma í veg fyrir strandveiðar og tímabært sé að hleypa stórum aflmiklum togurum nær landi og nánast upp í landsteinana. Vel að merkja þá eru þessar furður lagðar til, í nafni umhverfisins!

Ef einhver velkist í vafa um hvað sé í gangi, þá er um að gera að lesa bls. 213, 214 og 215 í skýrslunni, en það er listi yfir 122 viðmælendur starfshópanna en vel yfir 90% þeirra eru; að vinna hjá fyrirtækjum SFS eða tengdum fyrirtækjum, kvótahafar, kvótaerfingjar eða hafa selt frá sér kvóta og jú þó nokkrir aðilar koma innan úr stjórnkerfinu m.a. Fiskistofustjóri og forstjóri Hafró auk forsvarsmanna hagsmunasamtaka.

Yfirlýstir gagnrýnendur kerfisins má líklegast telja á fingrum annarrar handar sem starfshóparnir ræddu við.

Hvers vegna var ekki rætt við þá fjölmörgu sem hafa komið fram með faglega gagnrýni á stjórn fiskveiða menn á borð við; Jón Kristjánsson, Bolla Héðinsson, Gauta Eggertsson, Ólínu Þorvarðardóttur, Jón Magnússon, Valdimar Jóhannesson, Grétar Mar Jónsson, Kristinn H. Gunnarsson, Ingu Sæland, Sveinbjörn Jónsson, Kjartan Eggertsson Ólafur Jónsson, Oddný G. Harðardóttur ofl. ofl.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: