- Advertisement -

Forsætisráðherra hunsar eldra fólk

Þetta er líka sami stjórn­mála­mað­ur­inn sem sagði að fátækt fólk hefði ekki tíma til að bíða eftir rétt­læt­inu.

Þorbjörn Guðmundsson, for­maður kjara­nefndar LEB. skrifaði:

Nú er árið 2022 að baki og 2023 hafið með nýjum tæki­færum og áskor­un­um.

Nú er rétti tím­inn til að líta um öxl, meta árangur lið­ins árs og reyna að spá í nýtt ár.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sam­tök eldra fólks höfðu vænt­ingar til stjórn­valda um að árið 2022 myndi verða upp­haf að nýjum sigrum þar sem stigin yrðu skref að bættum kjör­um. En hvað var þess vald­andi að eldra fólk gat gert sér vonir um að nú væri stundin runnin upp?

Í fyrsta lagi var öllum stjórn­mála­flokkum kynntar áherslur eldra fólks bæði fyrir Alþing­is- og sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar. Und­ir­tektir voru mjög góðar og ekki hægt að skilja það með öðrum hætti en að póli­tísk sam­staða væri þvert á flokka. Rík­is­stjórnin end­ur­nýj­aði umboð sitt og sam­þykkti nýjan stjórn­ar­sátt­mála þar sem því er lýst yfir að end­ur­skoða eigi skerð­ingar og jað­ar­skatta eldra fólks.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Er yfir­lýs­ing for­sæt­is­ráð­herr­ans um að leggja eigi áherslu á þá sem lakast standa ótrú­verð­ug, raun­veru­leik­inn er ann­ar.

Í ára­móta­ávarpi for­sæt­is­ráð­herra lagði ráð­herr­ann sér­staka áherslu á að við gerð kjara­samn­inga bæri fyrst og fremst að horfa til þeirra sem eru með lök­ust kjör­in. Hér hefði ráð­herr­ann átt að horfa inn á við, því hóp­ur­inn sem er með lök­ustu kjörin er fólk sem verður að treysta fyrst og fremst á líf­eyri frá TR. Þetta er líka sami stjórn­mála­mað­ur­inn sem sagði að fátækt fólk hefði ekki tíma til að bíða eftir rétt­læt­inu.

Eldra fólk var ekki að biðja rík­is­stjórn­ina um að fá eitt­hvað umfram aðra, heldur að kjara­bætur yrðu sam­bæri­legar við aðra launa­menn. Verð­bólga er 9,6% og allar nauð­synja­vörur hækka, fast­eigna­skattar hækka, heil­brigð­is­vörur og þjón­usta hækka, trygg­ingar hækka, bens­ínið hækk­ar, hús­næð­is­kostn­aður rýkur upp og þessu verður eldra fólk að mæta með sínum lága líf­eyri.

Miðað við hver við­brögð rík­is­stjórn­ar­innar eru við eðli­legum óskum eldra fólks um sam­bæri­legar leið­rétt­ingar á sínum kjörum og annað launa­fólk er að fá, er yfir­lýs­ing for­sæt­is­ráð­herr­ans um að leggja eigi áherslu á þá sem lakast standa ótrú­verð­ug, raun­veru­leik­inn er ann­ar.

Þetta er hluti greinar sem Þorbjörn skrifaði á Kjarnann sáluga.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: