Mogginn skýtur púðurskoti að Eflingu
Vitað er að Sólveig Anna Jónsdóttir, og annað fólk í stjórn Eflingar, á ekki upp á pallborðið hjá Mogganum. Því fer reyndar fjarri. Í leiðara dagsins má lesa þetta:
„Stéttarfélagið Efling, undir forystu núverandi formanns, leggur mikið upp úr því að heyja stríð við allt og alla. Það stríð er sem betur fer fyrst og fremst háð með orðum, þó að þau séu ekki alltaf sett fram af hófsemd eða yfirvegun, en einnig með verkföllum sem formaðurinn hefur sagst „hlakka til“, svo ótrúlegt sem það er.
Nú er þetta stéttarfélag það helsta sem enn hefur ekki gert samning við Samtök atvinnulífsins og fáar vísbendingar um að mikill vilji sé til samninga. Tugir manna sitja í samninganefndinni og viðræður eftir því ómarkvissar og bera þess frekar merki að vera einhvers konar gjörningur eða undirbúningur undir harðari aðgerðir af hálfu Eflingar en alvarlegar samningaviðræður.“
Eitt er víst að kynslóðamunur á ritstjóranum og svo formanni Eflingar kann að skýra bölbænir Moggans. Öllum er ljóst að í þessu fjölmenna félagi er kostur að geta haft breiða samninganefnd. Störf Eflingarfólks eru margskonar. Því er það sniðugt að fulltrúa ólíkra starfa með í samninganefndinni.
Þetta púðurskot Moggans hefur ekkert að segja. Þau sem það beinist að, gera ekkert með það sem segir í leiðara Moggans.