- Advertisement -

Furðuverk meirihlutans í borgarstjórn

Meirihlutinn í Reykjavík verst sem best hann getur að aðrir borgarfulltrúar fái að vita um kaupin á grunnneti Vodafone. Ljósleiðari borgarinnar er skuldum vafinn fyrir og verður í hinu mesta basli að kaupunum loknum. Mogginn skrifar um þetta í leiðara. Leiðarinn endar svona:

„Fjár­hag­ur Reykja­vík­ur­borg­ar er í mol­um og skuld­irn­ar gríðarleg­ar. Þetta hef­ur orðið til þess að borg­in get­ur ekki sinnt grunnþjón­ustu við borg­ar­ana, eins og þeir hafa fundið til­finn­an­lega fyr­ir, fast­ir í sköfl­um síðustu daga. Þegar svo er komið og dótt­ur­fyr­ir­tæki Orku­veit­unn­ar eyk­ur skuld­setn­ingu sína veru­lega á mjög hæpn­um for­send­um, svo ekki sé meira sagt, er nauðsyn­legt að borg­ar­full­trú­ar og all­ur al­menn­ing­ur fái all­ar upp­lýs­ing­ar um málið og að borg­ar­full­trú­um gef­ist tæki­færi til að ræða það. Ekki þarf að koma á óvart að borg­ar­stjóri og Sam­fylk­ing hans telji þessi vinnu­brögð viðun­andi, en óskilj­an­legt er að Pírat­ar, Fram­sókn­ar­flokk­ur og Viðreisn taki þátt í felu­leikn­um,“ segir í niðurlagi leiðara Moggans í dag.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: