- Advertisement -

Opinber rannsókn á stjórn Reykjavíkur? Davíð segir borginni stjórnað af óvitum

Davíð:

„En til­fallandi mál op­in­bera einnig stjórn­leysi og aum­ingja­dóm. Og það gerði svo sann­ar­lega snjó­hríð og erfið átt, sem hvor­ugt var af verstu gerð, þótt slæmt væri.

„Borg­ar­mál­in eru í bullandi upp­námi og ekki verður bet­ur séð en að op­in­ber rann­sókn hljóti að verða leiðin út úr ógöng­un­um,“ segir í leiðara Moggans. Leiðarinn er greinilega skrifaður af Davíð Oddssyni, fyrrum borgarstjóra.

„En til­fallandi mál op­in­bera einnig stjórn­leysi og aum­ingja­dóm. Og það gerði svo sann­ar­lega snjó­hríð og erfið átt, sem hvor­ugt var af verstu gerð, þótt slæmt væri. Þegar í stað varð al­gjör­lega ófært um alla borg! Rík­is­út­varpið „RÚV“ spurði mann hjá borg­inni, sem var sagður eiga að bregðast við at­vik­um eins og þess­um, út í öngþveitið sem varð. Hann viður­kenndi aft­ur og aft­ur að þetta hefði ekki verið nægj­an­lega gott og var sú játn­ing þó óþörf. En hann bætti því við til af­sök­un­ar að borg­in hefði aðeins „tvær gröf­ur“ – „TVÆR GRÖFUR“ sem nota mætti í verk­efni af þessu tagi og hefðu þær ekki haft und­an. Engu var lík­ara en „RÚV“ hefði farið þorpa­villt og náð sam­bandi við 150 manna sveit­ar­fé­lag úti á landi þar sem alls ekki væri úti­lokað að tvær gröf­ur hefðu getað hjálpað til að halda 200 metra aðal­götu sveit­ar­fé­lags­ins op­inni,“ skrifar Davíð.

Davíð fjallar líka um sig sem borgarstjóra:

„Á meðan borg­in var og hét og var ekki stjórnað af óvit­um.“

„Á meðan borg­in var og hét og var ekki stjórnað af óvit­um, þá hafði hún öfl­uga sveit Véla­deild­ar borg­ar­inn­ar, sem búin var bestu tækj­um sem völ var á í land­inu. Einatt þegar von var at­b­urða eins og urðu í gær þá færði borg­ar­stjór­inn í al­vöru borg sig inn í höfuðstöðvar Véla­deild­ar borg­ar­inn­ar, sem var hið næsta höfuðstöðvum borg­ar­verk­fræðings, og fylgd­ist með viðbrögðum öfl­ugra sveita fram eft­ir nóttu. En nú þarf ekki annað en smáa snjó­snerru og goluþyt til að öllu sé siglt í strand í borg manna sem treysta á tvær litl­ar gröf­ur í veður­neyð.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: