- Advertisement -

Má ekki gagnrýna forsætisráðherra?

„…það er nú þegar búið að klippa vænginn aðeins af stjórnarandstöðunni…“

„Mig langar mig að minna á að við erum með stjórnarskrá sem er í gildi hér og í stjórnarskránni er kveðið á um þrískiptingu ríkisvaldsins og skoða, virðulegi forseti, samkvæmt lögum og góðri stjórnskipunarvenju þá á löggjafarvaldið að hafa eftirlit með framkvæmdarvaldinu og þá sér í lagi stjórnarandstaðan,“ sagði Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.

„Stjórnarandstaðan er hér til þess að veita framkvæmdarvaldinu og meiri hlutanum aðhald og um leið og við erum komin út í eitthvað einhverja sálma um að það megi ekki gagnrýna forsætisráðherra, hæstvirtan eða bara framkvæmdarvaldið yfir höfuð, þá erum við á frekar hættulegum jarðvegi, herra forseti, og það er nú þegar búið að búa hérna æ. Hvernig orðaði ég þetta fallega, forseti, en það er nú þegar búið að klippa vænginn aðeins af stjórnarandstöðunni og við erum ekki með meiri hluta í neinni nefnd og erum ekki með nefndarformennsku í nema í einni nefnd þannig að ég bara ég hvet alla háttvirta þingmenn til þess að nota þau tæki og tól sem þau hafa til að veita framkvæmdarvaldinu aðhald sem við eigum að vera að gera.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: