- Advertisement -

„Við verðum að hjálpa öllum sem eru í neyð, eða er það ekki?“

Áður fyrr var talað um að fólk væri vel alið en illa uppalið, það á við um þetta.

„Hún er 65 ára öryrki og þarf að fara til sérfræðilækna og auk þess að fara tvisvar til þrisvar í viku í sjúkraþjálfun. Enginn samningur hefur verið í gildi síðustu fjögur árin við sérfræðinga og sjúkraþjálfara. Það eina sem hún biður um er að fá að standa í lappirnar. Hún hefur ekki um annað að velja. Hún þarf á læknismeðferð og stífri sjúkraþjálfun að halda. Hún segir að lífið sé áskorun, hún sé ekki neikvæð en að það sé ömurlegt að veikt fólk þurfi að berjast fyrir því að fá að standa í lappirnar. Það er blóðmjólkað um hverja einustu krónu. Bara fyrir það að þurfa að mæta til læknis og sjúkraþjálfara er 200.000 kr. aukakostnaður,“ sagði Guðmundur Ingi Kristinsson á Alþingi.

„Að verða að yfirgefa íbúð sína vegna þess að viðkomandi er veikur einstaklingur í almannatryggingakerfinu og hefur bara ekki efni á græðgishækkun sem fer yfir heildargreiðslu hennar frá kerfinu er fjárhagslegt ofbeldi af verstu gerð. Að verða að yfirgefa leiguíbúð sína og flytja í hjólhýsi í Laugardalnum og að viðkomandi sé refsað með því að húsnæðisuppbótin er tekin af henni, það er aukarefsing, eitthvað sem ég á ekki orð yfir. Áður fyrr var talað um að fólk væri vel alið en illa uppalið, það á við um þetta. Það verður strax að setja neyðarlög til að verja veikt fólk og heimili þess fyrir þessum gegndarlausu hækkunum og að það sé ekki þegar búið að gera er fáránlegt og ríkisstjórninni til háborinnar skammar. En eingreiðslurnar. Vegna þess að leigufélagið Alma segist hafa neyðst til að hækka húsaleiguna um 30% þá er bara spurning hvort við getum ekki látið þá, sem þar eru inni vegna þess að neyðin hjá þeim er svo mikil, líka fá eingreiðslu skatta- og skerðingarlaust frá ríkinu upp á 60.300 kr. og þar af leiðandi geti þeir þá dregið til baka þessar hækkanir sem þeir telja nauðsynlegt að setja á fólk sem á ekki einu sinni fyrir vegna þess að viðkomandi á ekki einu sinni fyrir 75.000 kr. hækkun. Hún hafði ekki nema 65.000 kr. eftir til þess að lifa á allan mánuðinn. Við verðum að hjálpa öllum sem eru í neyð, eða er það ekki?“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: