- Advertisement -

Ráðherra er algerlega kominn út í skurð

Þetta er rangt, kallaði Bjarni.

Það sem hæstvirtur fjármálaráðherra lagði til á sínum blaðamannafundi um daginn var að ÍL-sjóður yrði knúinn í gjaldþrot með lagasetningu til að koma í veg fyrir að skuldabréfaeigendurnir, m.a. lífeyrissjóðir og almannaheillasamtök…, “ sagði Jóhann Páll Jóhannsson Samfylkingu.

Þá kom framíkall frá Bjarna Ben: “Þetta er rangt.”

Jóhann Páll hélt áfram: “…nytu vaxtagreiðslna og verðbóta út líftíma hinna ríkistryggðra skuldabréfa að fullu í samræmi við skilmálanna sem voru gefnir. Þetta er efnislega það sem lagasetningin sem fjármálaráðherra var að viðra hugmyndir um átti að fela í sér og því var í raun hótað að svona lög yrðu sett ef ekki næðust einhvers konar samningar milli lífeyrissjóðanna og ríkisins.”

Þú gætir haft áhuga á þessum

Jóhann Páll var ekki hættur: “Hæstvirtur tryggingamálaráðherra, hæstvirtur félags- og vinnumarkaðsráðherra, sem fer með lífeyrissjóðsmál, hélt því fram á Alþingi fyrir skömmu síðan að það væru í gangi viðræður milli ráðuneytisins og lífeyrissjóðanna. Og ég tek eftir því að hér getur hæstvirtur ráðherra ekki staðfest að neinar slíkar viðræður séu í gangi. Það eru engar slíkar viðræður í gangi. Það eru engar viðræður í gangi vegna þess að sú leið sem ráðherra lagði til er ekki fær og stjórnir lífeyrissjóðanna telja sér ekki heimilt að semja frá sér þessar eignir. Ráðherra er algerlega kominn út í skurð með þetta mál og ég legg til við hæstvirtan forseta að umræðan um skýrslu hæstvirts fjármálaráðherra haldi áfram sem allra fyrst.”


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: