- Advertisement -

Vilja desemberuppbót til allra sem fá fjárhagsaðstoð

„Lagt er til að allir sem fái nú fjárhagsaðstoð fái desemberuppbót. Hingað til hefur það einungis náð til þeirra sem hafa fengið fulla fjárhagsaðstoð undangengna þrjá mánuði samfellt. Desemberuppbótin er núna 25% af grunnfjárhæð. Kostnaðaráhrif tillögunnar eru um 20 m.kr. og er lagt til að fjárheimildir velferðarsviðs hækki um sömu fjárhæð. Kostnaðarauki verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð,“ segir í bókun sósíalista í borgarstjórn.

Tillagan var sett fram á fundi forsætisnefndar Reykjavíkur.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: