- Advertisement -

Davíð og kínversku ermahnapparnir

Jiang Zemin fyrrum forseti Kína er nýlátinn. Hann kom til Íslands í ævintýraferð í valdatíð Davíðs Oddssonar. Félagar úr Falung Gong komu til Íslands. Gefinn var út svartur listi yfir óæskilegt fólk. Kínverski forsetinn mátti hvergi sjá neitt sem var gult á litinn. Björn Bjarnason var dómsmálaráðherra og hafði í nógu að snúast. Hann lét breyta barnaskóla í Njarðvík í nokkurs konar fangelsi þar sem asíski ferðamenn, sem komu til Íslands, voru geymdir í þágu kínverska forsetans.

Jæja nóg um þetta. Davíð Oddsson sá ástæðu, vegna andláts þess kínverska, að segja „hetjusögu“ af sér. Sagan er birt í Reykjavíkurbréfi Moggans og er auðvitað nokkuð kjánaleg. Ekki síst fyrir þær sakir að Davíð nær að birta tvær fortíðarmyndir af sér í þessu eina og sama blaði. Hvergi er minnst á Björn og baráttu hans gegn mannréttindum fólksins í Falun Gong.

Davíð nefnir grobbsögu vikunnar „Lítil saga“. Nú er best að senda boltann upp í Hádegismóa:

„Zemin dvaldi all­lengi hér, sat veislu hjá gest­gjaf­an­um, koll­ega sín­um, og sat á fund­um með bréf­rit­ara í Þjóðmenningarhúsi, veislu í Perlunni og sótti bréf­rit­ara jafn­framt heim til há­deg­is­verðar á Þing­völl­um, sem skartaði sínu feg­ursta, eins og sést á meðfylgj­andi mynd. Það sem var óvana­legt var að eft­ir há­deg­is­verðinn fékk for­set­inn Þing­valla­bú­staðinn til einka­af­nota með sínu liði og hann kvaddi bréf­rit­ara í dyr­un­um og sagðist hlakka til að leggja sig í smá­stund á milli stríða.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Bréf­rit­ari er einn af þess­um fækk­andi furðufugl­um sem er með erma­hnappa til dag­legs brúks. Góðvin­ur hans hafði fyr­ir ein­hverj­um árum fært hon­um gull­hnappa með kín­versku letri. Þótti til­valið að setja þá upp í ein­hverri af veisl­un­um með for­seta Kína. Máls­verður­inn var svo sem hálfnaður þegar að Jiang Zemin rak aug­un í ann­an hnapp­inn. „Eru þetta ekki kín­versk tákn“, spurði hann. Bréf­rit­ari jánkaði því og for­set­inn teygði fram hönd­ina yfir borðið til að skoða nán­ar. Svo ljómaði hann upp og sagði hnapp­ana vera um „longevity“ og væru þeir sér­lega fal­leg­ir. „Má ég ekki hafa heiður­inn af því að færa for­set­an­um þá að gjöf,“ var þá spurt. Og sú varð niðurstaðan. Ekki er þessi litla saga sögð til að eigna bréf­rit­ara það, að Zemin náði 96 árum á ald­ur­s­klukku sinni.

Í Perlunni var góð stemn­ing í veislu rík­is­stjórn­ar fyr­ir Zemin. Skemmti­atriði voru hefðbund­in, en það óvænt­asta var að for­set­inn stóð á fæt­ur og söng þrótt­mik­illi röddu ein­söng „O sole mio,“ en bréf­rit­ari fékk sinn gamla góða söng­kenn­ara, tón­skáldið Atla Heimi, óund­ir­bú­inn, til að leika und­ir. Var það prýðileg­ur loka­punkt­ur.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: