Jón Gunnarsson, sem er dómsmálaráðherra til bráðabirgða, lýsir vilja til að hefja stríð gegn afbrotamönnum. Aðrar leiðir finnur hinn nýi hershöfðingi ekki. Jón vantar peninga, en lætur sem það verði ekki vandamálið. Alþingi þarf að samþykkja eitt og annað áður en stríðið hefst. Það vantar lagabreytingar til að heimila löggunni að bera vopn og frekari leyfi til njósna.
Alþingi mun afgreiða það sem Jón vill. Hvorki Framsókn né Vg munu hefta herútkall Jóns. Til þess er flokkarnir tveir og deigir. Því miður er ekkert hald í þeim. Flokkurinn fær sitt. Flokkurinn sem er með hinn harða stálhnefa.
Nú er að sjá hvað verður. Flest bendir til þess að Jón fái sitt. Jafnvel að með stríðsútkallinu haldi hann ráðuneytinu lengur en til hefur staðið. Það verður höfuðverkur Bjarna hvernig hann stendur við gefið loforð um að Guðrún Hafsteinsdóttir verði brátt ráðherra. Bjarni hefur svikið meiri loforð án þess að blikna.
-sme