- Advertisement -

Er ábyrgðin Bjarna eða er hún það ekki?

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa, margir hverjir, keppst við að lýsa yfir sakleysi formannsins síns, Bjarna Benediktssonar af sölunni á Íslandsbanka. Á að sama skapi hafa stjórnarandstæðingar haldið fram hinu gagnstæða. Efast er um armslengdina milli ráðherrans og Bankasýslunnar. Eðlilega. Hér eru tvær ræðubútar sem sýna hvernig þetta gengur fyrir sig á Alþingi:

Eyjólfur Ármannsson Flokki fólksins:

„Þessi frasi um armslengdina — ég hef unnið með þetta hugtak ansi lengi og ráðherra hefur tekið sér það í munn og annað slíkt. Förum aðeins yfir þetta. Fjármálaráðherra fær heimild í lögum um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum til að selja Íslandsbanka. Fjármálaráðherra fær heimild Alþingis í fjárlögum til að selja Íslandsbanka. Spurningin er þessi: Hver er að selja Íslandsbanka ef ekki fjármálaráðherra? Hver ber ábyrgð á sölunni ef ekki fjármálaráðherra? Fjármálaráðherra ber ábyrgð á Bankasýslunni og ber að skipa stjórn Bankasýslunnar og forstjóra. Hann samþykkir stefnu og samþykktir Bankasýslunnar. Það er alveg kristaltært að fjármálaráðherra og enginn annar ber ábyrgð á sölu á hlut í Íslandsbanka, 22,5%, og hann seldi pabba sínum hlut sama hvernig horft er á það. Það er klúður í framkvæmd. Spurningin er þessi: Hver ber ábyrgð á sölunni á Íslandsbanka annar en fjármálaráðherra?“

Hildur Sverrisdóttir Sjálfstæðisflokki:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Ég myndi halda að grófu línurnar liggi einhvers staðar þarna en tel það vera algerlega augljóst að þær ákvarðanir sem eru hérna undir um verð, hverjir þetta voru o.s.frv., hafi að sjálfsögðu verið hjá þessari sjálfstæðu stofnun en ekki hjá ráðherra, því til þess var stofnunin búin til.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: