- Advertisement -

„Glæpamenn í stéttinni en ég er einn af þeim“

Þessi merkilega frétt birtist á Austurfrétt:

„Glæpamenn í stéttinni en ég er einn af þeim“En af því að ég er að gefa það í skyn að það séu glæpamenn í stéttinni þá er rétt að upplýsa að ég er einn af þeim eða mín útgerð öllu heldur,“ sagði Kári Borgar Ásgrímsson, trillusjómaður frá Borgarfirði eystra, á fundi Matvælaráðuneytisins Auðlindin okkar sem haldinn var á Eskifirði í vikunni.

Kári Borgar kom inn á margt varðandi sjávarútvegsmál þegar hann tók til máls á fundinum þar sem hann meðal annars lýsti óánægju sinni með mikla samþjöppun í greininni. Slík samþjöppun örfárra fyrirtækja væri mun meiri en almenningur gerði sér grein fyrir og myndi enda með ósköpum að hans mati. Fleiri tóku undir þetta sjónarmið Kára á fundinum.

Þá tiltók hann dæmi um það sem hann kallaði spillingu í sjávarútveginum þegar starfsmaður Samherja var kallaður heim frá Þýskalandi 2015 af stjórnvöldum til að leiða nefnd um hvað betur mætti fara í fiskveiðistjórn landsins

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Ábyggilega öndvegismaður en það var spurning hvort einhvers staðar voru spottar sem hægt var að kippa í. Mér fannst það skrýtið að það kæmi engin tillaga um togveiðar. Það er alltaf þrýstingur að hleypa togurunum lengra inn í landhelgina og nú eiga þessir umhverfisvænu togarar að fá að fara upp í fjöru því þeir eru svo umhverfisvænir. En þeir fara ekkert betur með vatnsbotninn en togarar hafa gert gegnum tíðina nema síður sé.“

Heyra mátti saumnál detta á fundinum þegar Kári Borgar viðurkenndi svo fúslega að vera sjálfur einn af glæpamönnunum í sjávarútvegi. Hann útskýrði mál sitt:

„Við urðum uppvísir að brottkasti í vor á grásleppuveiðum. Ég var reyndar ekki sjálfur um borð en ég gerði bátinn út á grásleppu og ég fékk langt og mikið myndband og gríðarmikið bréf frá Fiskistofu um þennan glæp. Þetta var eini dagurinn á vertíðinni þar sem þorskaflinn var meiri en grásleppuaflinn og það er ekki hugmyndin með grásleppuveiðum. Ég legg net til að ná grásleppu en við ekki gáfaðri en þetta að geta ekki forðast þorskinn. Þennan dag var landað 2,5 tonnum af þorski en 2,4 tonnum af grásleppu. Á myndbandi sést að strákarnir hentu 19 fiskum en aðeins þrír þeirra stórir. Þeir að öllum líkindum lúsétnir. Ég vildi vita hvort það væri glæpur að sleppa litlum fiskum en þetta eru smámunir miðað við hvað drepst á togveiðum, fiskar sem verða þar undir trolli og annað slíkt þannig að ég er ekki sannfærður um að þetta sé stóri glæpurinn í sjávarútvegi. Það má því spyrja hvort lögfræðingar Fiskistofu séu að vinna þarft verk. Ég held að það sé víða sóðalegri umgengni um auðlindina en í þessu einstaka dæmi.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: