Úr leiðurum dagblaðanna:
Mogginn: Þýskir valdamenn, á borð við Merkel, fyrrverandi kanslara, töldu sig eins konar galdramenn pólitískrar nýaldar og landsmenn keyptu það þegar þeir tóku að kaupa varning, hvort sem það var gas eða olía, og „gerðu þar með Rússland efnahagslega háð sér“ eins og þeir hvísluðu þá sín á milli og klöppuðu sér á bakið. En í ljós kom að þessi pólitísku stórstirni reyndust börn en ekki björgunarmenn á heimsvísu. Sá vandi er opinber nú þegar.
Fréttablaðið: Hinn fundurinn var um rafmagn og hve sjúklega dugleg við erum að búa það til. Sígild umræða borin uppi af fólki sem býr í hæfilegri fjarlægð frá þeim svæðum sem þau fjalla um. Fjarvera þeirra sem búa í námunda við uppspretturnar er hins vegar alltaf jafn pínleg.