- Advertisement -

Þrengja enn að þeim fátækustu

„Þá ætlar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að hækka gjöldin þín.“

Jóhann Páll Jóhannsson.

Jóhann Páll Jóhannsson Samfylkingu ritar grein sem birt er í Fréttablaði dagsins. Þar segir:

„Mánaðarleg útgjöld fjölskyldu með tvö börn sem býr í eigin húsnæði og er með 50 milljóna króna lán hefur hækkað um 128.607 krónur á síðastliðnu ári. Þetta kemur fram í nýrri samantekt frá verðlagseftirliti ASÍ þar sem lagt er mat á áhrif verðbólgu og vaxtahækkana eftir heimilisgerð. Kaupmáttur rýrnar, hlutfall þeirra sem búa við íþyngjandi húsnæðiskostnað fer hækkandi og ójöfnuður vex milli ára.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það er undir þessum kringumstæðum sem ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ætlar að láta opinberan stuðning við barnafólk og skuldsett heimili rýrna að raunvirði og hækka flöt krónutölugjöld á almenning miklu meira en venjan er. Þarftu að keyra til og frá vinnu? Ertu í veitingarekstri? Notarðu neftóbak? Þá ætlar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að hækka gjöldin þín.

Gallinn við þessa nálgun í glímu við verðbólgu er sá að í fyrstu leka gjaldahækkanirnar beint út í verðlagið og hækka vísitölu neysluverðs, þvert á það sem að er stefnt. Verst er þó að gjaldahækkanirnar koma harðast niður á tekjulægri heimilum sem verja hæstu hlutfalli tekna sinna til neyslu. Þannig eru sömu hóparnir og finna sárast fyrir verðbólgunni líka látnir bera allan herkostnaðinn af baráttunni gegn henni.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: