- Advertisement -

Er Framsókn algjörlega áhrifalaus í efnahagsmálum og ríkisfjármálum

Kristrún Frostadóttir.
ER ÞESSI LEIKUR FRAMSÓKNAR Í FJÖLMIÐLUM GERÐUR TIL ÞESS AÐ BREIÐA YFIR ÞÁ STAÐREYND AÐ FLOKKURINN HEFUR FRAMSELT EINUM FLOKKI VALDIÐ Í LANDINU?

„Hæstvirtur innviðaráðherra sagði núna um helgina í útvarpsviðtali að hann vildi skoða þrepaskiptan fjármagnstekjuskatt, skattleggja í ríkara mæli sjávarútvegsfyrirtæki og fjármálafyrirtæki og aðila sem hagnast umfram það sem eðlilegt er og sanngjarnt. Þetta er í takt við orð varaformanns flokksins frá því í febrúar, hún talaði um hvalrekaskatt, nefndi sérstaklega sjávarútveg, fjármálamarkaði, sagði allan þingflokk Framsóknar styðja þá nálgun því að ef það sé ofurhagnaður einhvers staðar þá eigi að skattleggja hann,“ sagði Kristrún Frostadóttir á Alþingi og bætti við:

„Því spyr ég hæstvirtan innviðaráðherra: Er Framsóknarflokkurinn algjörlega áhrifalaus þegar kemur að efnahagsmálum, ríkisfjármálum og skattamálum í þessari ríkisstjórn? Er þessi leikur Framsóknar í fjölmiðlum gerður til þess að breiða yfir þá staðreynd að flokkurinn hefur framselt einum flokki valdið í landinu?“

Við Framsóknarmenn höfum kynnt til sögunnar, og ég veit að háttvirtur þingmaður þekkir, sem kennd er við Keynes nokkurn. Sú stefna hefur reyndar ekki bara verið á Íslandi vegna þess að hún hefur hentað mjög vel við þær aðstæður sem uppi hafa verið á síðustu árum og er í raun og veru stefna Framsóknarflokksins. Við lögðum mjög mikla áherslu á að hún yrði farin á síðastliðnum tveimur, þremur árum. Talandi um áhrif Framsóknarflokksins á efnahagsmál og fjármál þá held ég að því sé þar með svarað,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson og hélt áfram:

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ég hef heyrt háttvirtan þingmann hrópa hér á torgum að allt sé að fara til helvítis. En það er rangt, það er rangt.

„Við erum hins vegar núna farin í þenslu. Við höfum sagt að við þurfum að vakta heimilin, að við þurfum að vakta þá aðila sem minna bera úr býtum og við vitum að þær aðstæður sem uppi eru munu auka þrýstinginn á, gera fólki erfiðara fyrir. En við erum líka búin að vera að gera þetta allan tímann, háttvirtur þingmaður. Ég verð að segja, herra forseti, að staðan þar er miklu betri en við óttuðumst, m.a. þess vegna höfum við ekki gripið inn í. Ég hef heyrt háttvirtan þingmann hrópa hér á torgum að allt sé að fara til helvítis. En það er rangt, það er rangt. Við ætlum að halda áfram að fylgjast með og grípa inn í ef með þarf. Þær leiðir sem ég hef lagt til, sem varaformaðurinn hefur lagt til og það kemur ekki á óvart að allur flokkurinn stendur á bak við, er að sú stefna sem við stöndum við — að þegar á þarf að halda þá viljum við fara þá leið sem ég var að kynna. Ég var ekki að kynna prógramm næstu vikna hjá ríkisstjórninni heldur skoðun mína sem formanns Framsóknarflokksins.“

„Orð mín til hæstvirts innviðaráðherra snúa að því að það er farið í viðtöl og ítrekað haldið uppi málflutningi um að þetta sé pólitík Framsóknarflokksins og svo birtist hún hvergi í fjárlögum þessarar ríkisstjórnar. Fáum eitt á hreint: Þær aðgerðir sem boðaðar eru í fjárlagafrumvarpinu vegna þenslu eru val, þetta er pólitísk forgangsröðun. Þetta er ekki eina leiðin að markmiðinu. Nú hefur Samfylkingin lagt fram aðgerðir fyrir heimilin í landinu, samstöðuaðgerðir sem sýna svart á hvítu að það er hægt að stjórna landinu öðruvísi. Það er hægt að sækja þessa hvalreka. Ég hvet hæstvirtan innviðaráðherra til að styðja það mál og spyr hvort eitthvað sé því til fyrirstöðu að hæstv. innviðaráðherra láti aðgerðir fylgja orðum og standi með samstöðuaðgerðum Samfylkingarinnar og þar með þjóðinni,“ sagði Kristrún og Sigurður Ingi svaraði:

„Ég ætla nú ekki að fara að deila við háttvirtan þingmann um það hvort sá sem hér stendur sé vanur að standa við orð sín og láta hendur standa fram úr ermum. Ég held að verkin standi alveg skýrt fyrir það þannig að ég ætla ekki að svara því. Ég er sammála hv. þingmanni að það er mikilvægt fyrir okkur að halda áfram að bæta samfélagið og það er mikilvægt að gera það sem við gerðum til að mynda í vor, að stíga inn í og aðstoða þá sem minnst höfðu í gegnum hlutina. Það skiptir líka máli að við förum ekki að ganga hér um með einhverjar sveðjur heldur hjálpum til, styðjum við Seðlabankann. Og hvað er að gerast varðandi verðbólguna, ef ég mætti spyrja háttvirtan þingmann, sem er með sérþekkingu á þessu sviði? Er það kannski þannig að þær aðgerðir sem Seðlabankinn og ríkisvaldið standa fyrir á húsnæðismarkaði eru að hafa áhrif? Getur verið að við séum á réttri leið án þess að vera í alltaf í einhverjum stórkostlegum sveiflum heldur með því að finna réttu stilliskrúfurnar? Ég skal vera með háttvirtum þingmanni í því að bæta samfélagið og bæta kjör þeirra sem þurfa á því að halda því að við erum án efa sammála um það.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: