- Advertisement -

Sósíalistar hafa lengið talað um þetta mál

Sanna Magdalena Mörtudóttir:

Ríkasta fólkið á ekki að vera undanþegið því að greiða í sameiginlega sjóði.

Ég get sagt ykkur að það verður mjög mikill gleðidagur þegar útsvar verður lagt á fjármagnstekjur. Sósíalistar hafa talað um þetta mál svo lengi og það verður að koma þessu í gegn. Ríkasta fólkið verður að greiða til sveitarfélagsins; til samfélagsins sem það býr í fyrir alla þá nærþjónustu sem þar fer fram. Það er mikilvægt að þetta nái til þeirra sem eru eingöngu með fjármagnstekjur og þeirra sem hafa einna helst fjármagnstekjur. Ríkasta fólkið á ekki að vera undanþegið því að greiða í sameiginlega sjóði. Það væri áhugavert að vita hversu oft ég hef sagt orðin: útsvar á fjármagnstekjur, í pontu borgarstjórnar, held það séu orðin uppáhalds orðin mín.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: