Bjarni Már Magnússon, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, sagði að Evrópuambandið hafi sett Íslendingum stólinn fyrir dyrnar í samningaviðræðunum, þar sem okkur var gert að semja um makríkvóta áður en lengra yrði haldið.
Undanþágur hafa verið veittar, en hvort Ísland fengi slíkt skýrðist einungis með að halda samningaviðræðunum áfram.