- Advertisement -

„Þá fer að bera á hvítum klósettpappír meðfram veginum þar sem ferðamenn hafa neyðst til að létta á sér“

Þorsteinn Ásgeirsson, pípulagningameistari og pistlahöfundur, betur þekktur sem Steini pípari, telur að sveitarfélög landsins verði að girða sig í brók þegar kemur að salernisaðstöðu fyrir ferðamenn víða um land. Á ferðalagi sínu í vikunni segir hann hafa orðið var við hvítan klósettpappír og túristaskít út um allt meðfram veginum.

Steini greinir frá þessu í pistli sem fjölmiðlamaðurinn Eiríkur Jónsson birtir. Við skulum gefa píparanum orðið:

„Skrapp á norðvestur firðina í vikunni, sem er kannski ekki í frásögu færandi nema þá helst að nefna hvernig sveitarfélög standa að salernisaðstöðu í sveitum landsins. Eftir að komið er framhjá Borgarfirði fækkar salernisaðstöðu jafnt og þétt meðfram þjóðvegum landsins. Þá fer að bera á hvítum klósettpappír meðfram veginum þar sem ferðamenn hafa neyðst til að létta á sér. Ég er viss um að þjónustuleysi þetta er ekki vel til fallið að fá aukningu í ferðamannaiðnaðinn.

Víða er hagkvæm aðstaða að reisa salerni með sjálfvirkum greiðsluvélum og sjálfsala á köldum drykkjum og jafnvel kaffivélum til að dekka kostnað rekstursins eins og gert er í siðmenntuðum löndum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Eftir að hafa fengið mér kaffi á Norðurfirði ók ég Ófeigsfjarðarveg sem leið lá vestar á firðina. Þar kom ég að Eyri, gömlu sjávarþorpi þar sem byggð var síldarverksmiðja forðum. Þar rakst ég á þetta frábæra salerni sem hugsanlega sumarbústaðaeigendur hafa komið upp til að losna við túristaskítinn enda umhverfið mjög snyrtilegt.

Þarna við vaskinn var krukka sem ferðamenn höfðu sett 2 dollara í og örugglega borgað með glöðu geði og þökkum fyrir frábæra aðstöðu.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: