- Advertisement -

Ærandi þögn á Alþingi

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, spurði við upphaf þingfundar hvort fordæmi væru fyrir því að þingmenn tveggja flokka taki ekki þátt í umræðum á þinginu.

Þar átti hann við umræður gærdagsins þar sem þingmenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar tóku ekki þátt í umræðunum un skattaaflandsskýrsluna og eins um leiðréttingu fyrrverandi ríkisstjórnar.

Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður VG, tók undir með Sigurði Inga. Sama gerði Ásta Guðrún Helgadóttir Pírati.

„Þögnin var ærandi,“ sagði Oddný G. Harðardóttir af sama tilefni.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: