- Advertisement -

Hvað varðar atvinnulífið um vextina?

Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar, fulltrúa Samtaka atvinnulífsins hvað íslenskt atvinnulíf varði í raun og veru um vexti á Íslandi, þar sem stór hluti fyrirtækja gerir upp sína reikninga í erlendum gjaldeyri og sækir eflaust í lánaviðskipti í öðrum löndum.

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, sagði rétt hjá Vilhjálmi að mörg fyrirtæki geri upp í erlendum myntum, en sagði að samt varði íslenskt atvinnulíf um, hverjir vextir eru hér á landi.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: