- Advertisement -

Íslenskar skattaparadísir

Meðal þess sem verður rætt á þingfundi á morgun er lagafrumvarp þar sem gert er ráð fyrir að sveitarfélögum verði gert kleift að innheimta lægra útsvar en lög heimila nú. Lágmarksútsvar er nú 12,44 prósent, en verði frumvarpið að lögum verður sveitarfélögunum heimilt að ráða sjálf hvert útsvarið verður.

Samband íslenskra sveitarfélaga er ekki mjög spennt fyrir mögulegum lagabreytingum. Verði frumvarpið að lögum er líklegt að samkeppni verði milli sveitarfélaga um íbúa.

„Málið snýst því ekki um að bæta úr stjórnskipunarlegum annmörkum á sjálfsstjórnarrétti sveitarfélaga, heldur miklu frekar um það hvort ákveðinn hópur launafólks á Íslandi skuli hafa möguleika á að sleppa að miklu eða öllu leyti við að greiða útsvar af launatekjum sínum þegar það tekur ákvörðun um að velja sér búsetu,“ segir meðal annars í umsögn sambandsins.

Í greinagerð með frumvarpinu segir einmitt: „Óeðlilegt er að bundið sé í lög að innheimta skuli að lágmarki tiltekinn skatt af íbúum, hvort sem þörf sé á honum til að sinna lögbundnu hlutverki eða ekki. Sveitarfélag þarf að rækja lögbundið hlutverk sitt, en óhófleg afskipti löggjafans af því hvernig slíkt er fjármagnað eru óþörf og draga úr valdi og ábyrgð kjörinna fulltrúa þjóðarinnar í sveitarstjórnum til þess að leita sem hagkvæmastra leiða til þess að rækja hlutverk sitt.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Þegar staða þessarar umræðu er skoðuð hjá öðrum norrænum ríkjum kemur í Ijós að í viðkomandi lögum hvers lands um tekjustofna sveitarfélaga er alls staðar kveðið á um að lágmarksútsvar (sá hluti tekjuskatts einstaklinga sem rennur til sveitarfélaganna) sé lögbundið. í Noregi er reyndar einungis eitt útsvarshlutfall en í öðrum norrænum ríkjum er alls staðar kveðið á um lágmark. Hins vegar skal bent á að í Danmörku er ekki kveðið á um hámarksálagningarhlutfall útsvars, öfugt við löggjöfina hér á landi,“ segir sambandið.

Þá segir að rökin fyrir þessari samræmdu pólitísku afstöðu afstöðu okkar norrænu nágranna, sem íslensk löggjöf hefur einnig fylgt fram til þessa, eru þau að allir launþegar skuli greiða ákveðinn hluta af launum sínum til samfélagslegra verkefna eftir gildandi reglum þar um. Skiptir þá ekki máli hvernig fjárhagsleg staða sveitarfélagsins er að öðru leyti. í nokkrum hinna Norðurlandanna hefur sú leið verið valin að ef tekjur sveitarfélags á hvern einstakling eru umfram ákveðið hlutfall yfir landsmeðaltali, þá greiðir viðkomandi sveitarfélag ákveðinn hluta þeirra tekna sem eru yfir þessum mörkum inn  í sameiginlega sjóði. Þannig er reynt að stuðla að sem mestu jafnræði hvað varðar skatttekjur sveitarfélaga á hvern íbúa.

„Tekjustofnar íslenskra sveitarfélaga eru útsvar, fasteignaskattur, greiðslur úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga og þjónustutekjur. HlutfalIsleg skipting þessara tekjustofna innbyrðis getur verið mjög mismunandi m illi einstakra sveitarfélaga. Þar hefur áhrif bæði íbúafjöldi sveitarfélags svo og styrkur einstakra skattstofna,“ segir Samband íslenskra sveitarfélaga.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: